Tugir kvenna handteknir í Minsk

26.09.2020 - 23:41
epa08698816 Belarusian policemen detain a participant of women's peaceful solidarity action in Minsk, Belarus, 26 September 2020. Opposition activists continue their every day protest actions, demanding new elections under international observation.  EPA-EFE/STR
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Um áttatíu konur voru handteknar í mótmælum í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag. Síðustu laugardaga hafa konur komið saman í höfuðborginni til þess að krefjast afsagnar forsetans Alexander Lúkasjenka, sem talinn er hafa unnið forsetakosningar í ágúst með stórfelldu svindli. 

Deutsche Welle greinir frá því að mikill fjöldi lögreglumanna hafi vaktað mótmælin. Myndbönd náðust af þeim halda í hendur og fætur kvenna og koma þeim þannig inn í lögreglubíl. 

Lúkasjenka var svarinn í embætti við leynilega athöfn fyrr í vikunni. Vestræn ríki hafa mörg hver fordæmt niðurstöðu kosninganna og telja ljóst að fara þurfi yfir þær, eða boða til nýrra forsetakosninga. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir í viðtali við franska sunnudagsblaðið Journal du Dimanche að það sé alveg ljóst að Lúkasjenka verði að víkja. Evrópusambandið og Bandaríkin neita að viðurkenna Lúkasjenka sem forseta landsins. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi