Mögnuð endurkoma Chelsea

epa08699730 Tammy Abraham of Chelsea (L) scores his team's third goal during the English Premier League match between West Bromwich Albion and Chelsea in West Bromwich, Britain, 26 September 2020.  EPA-EFE/Nick Potts / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - PA POOL

Mögnuð endurkoma Chelsea

26.09.2020 - 20:58
Nýliðar WBA tóku á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í miklum markaleik. WBA var þremur mörkum yfir í hálfleik en Chelsea jafnaði í uppbótartíma.

Athygli vakti að markvörðurinn Kepa Arrizabalaga var á varamannabekk Chelsea í dag og Willy Caballero stóð á milli stanganna. Þá var Thiago Silva einnig að byrja sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í deildinni. Það voru þó nýliðarnir í WBA sem byrjuðu betur þegar að Callum Robinson kom þeim yfir á fjórðu mínútu. Robinson var aftur á ferðinni á 25. mínútu þegar hann nýtti sér hrikaleg mistök Silva í vörn Chelsea. Tveimur mínútum síðar skoraði WBA þriðja mark sitt og nú var það Kyle Bartley sem skoraði. Staðan því orðin 3 - 0 og hörmulegur hálftími að baki hjá Chelsea. 

Frank Lampard gerði tvær breytingar á liði sínu í hálfleik og það skilaði sér í betri spilamennsku í seinni hálfleik. Mason Mount skoraði fyrsta mark Chelsea á 54. mínútu og Callum Hudson-Odoi minnkaði muninn í eitt mark þegar að 20 mínútur voru til leiksloka. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Tammy Abraham leikinn fyrir Chelsea en leikmenn WBA voru verulega ósáttir við markið og töldu það ekki eiga að standa þar sem boltinn hrökk í hönd Kai Harvetz. Markið fékk þó að standa og lokatölur því 3 - 3.

Danny Ings áfram á skotskónum

Í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni ferðaðist lið Southampton norður til Burnley til að mæta heimamönnum. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og það kom strax á fimmtu mínútu en markahrókurinn Danny Ings var þar á ferð. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley í dag en hann mættist í leik í enska deildarbikarnum um miðjan september.