
Kári kemur frönsku ferðamönnunum til varnar
Breska blaðið Daily Mail greindi meðal annars frá málinu á vef sínum sem og dönsku blöðin BT og Ekstra Bladet.
Les autorités islandaises ont démenti aujourd’hui tenir deux touristes français pour responsables de la nette remontée des cas de Covid-19 dans le pays, contrairement à ce qu'affirment plusieurs médias #AFP pic.twitter.com/wouQdSqZwA
— Agence France-Presse (@afpfr) September 25, 2020
Þá var fréttina að finna í daglegri textalýsingu Guardian, hjá Telegraph og DR þar sem fylgst er með framvindu faraldursins. Víða var vitnað til fréttar visir.is með viðtali við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni, með fyrirsögninni: „Brutu sóttvarnareglur og nú hafa yfir 100 smitast.“
Fram hefur komið í fjölmiðlum að veiran sem nú greinist í langflestum innanlandssmitum sé með sömu „fingraför“ og veiran sem greindist í Frökkunum tveimur. Í ljós kom að lögreglan hafði haft afskipti af þeim þar sem þeir fylgdu ekki fyrirmælum en það hefði verið vegna vankunnáttu og því hefði ekki þótt ástæða til að sekta þá. Þeir voru með húsnæði á eigin vegum, dvöldu hér í stuttan tíma en brutu ekki einangrun.
Fréttin vakti athygli í Frakklandi en fólkið kom til landsins um miðjan ágúst og fór í gegnum skimun á landamærunum til að þurfa ekki að fara í tveggja vikna sóttkví.
Mais "l'hypothèse selon laquelle les touristes français auraient violé la quarantaine ne repose sur aucune preuve", souligne Kari Stefansson, le PDG de DeCODE Genetics, qui prête main forte aux autorités islandaises dans les tests de dépistage #AFP
— Agence France-Presse (@afpfr) September 25, 2020
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við frönsku fréttaveituna AFP að honum finnist ósanngjarnt að skella skuldinni á Frakkanna tvo. „Sú kenning að þeir hafi rofið einangrun er ekki studd neinum gögnum,“ segir Kári. „Það er hugsanlegt og jafnvel líklegra að það hafi aðrir í flugvél þeirra sem voru sýktir en að veiran hjá þeim hafi ekki greinst við landamæraskimun.“
"Il est également possible, voire plus probable, qu’il y ait eu d'autres personnes dans cet avion qui ont été infectées et étaient suffisamment tôt dans l’infection pour qu’elles n’aient pas été détectées à la frontière” a-t-il poursuivi #AFP
— Agence France-Presse (@afpfr) September 25, 2020
Kári segir að skella skuldinni á frönsku ferðamennina tvo sé ósanngjarnt og eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. „Og ég mun ekki taka þátt í slíku.“
"Rejeter la faute sur ces deux touristes français est injuste et sans fondement, et je n'y participerai pas" ajoute M.Stefansson #AFP
— Agence France-Presse (@afpfr) September 25, 2020