Matthías á leið í Hafnarfjörðinn á ný

Mynd með færslu
 Mynd: Instagram/mattivilla

Matthías á leið í Hafnarfjörðinn á ný

25.09.2020 - 17:09
FH hefur keypt Matthías Vilhjálmsson frá norska fótboltaliðinu Vålerenga. Samningur hans við FH er til þriggja ára og tekur gildi um áramótin.

Matthías þekkir vel til hjá FH en hann hefur fjórum sinnum fagnað Íslandsmeistaratitlinum með Hafnfirðingum og tvívegis orðið bikarmeistari með FH. 

Matthías hefur spilað í Noregi frá árinu 2012. Fyrst hjá Start, því næst hjá Rosenborg og síðustu tvö ár hefur hann leikið með Vålerenga.