Lögreglumaður skotinn til bana

25.09.2020 - 10:18
A floral tribute left outside Croydon Custody Centre where a police officer was shot in the early hours of Friday, Sept. 25, 2020, in Croydon, England. A British police officer has been shot dead inside a London police station while detaining a suspect. London’s Metropolitan Police force said the officer was shot at the Croydon Custody Center in the south of the city early Friday.  (Aaron Chown/PA via AP)
 Mynd: AP - PA
Breskur lögreglumaður var skotinn til bana í nótt í fangageymslu á lögreglustöð í suðurhluta Lundúna. Tuttugu og þriggja ára maður sem þangað hafði verið færður framdi ódæðið. Hann liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi af völdum skotsárs. Að sögn dagblaðsins Evening Standard reyndi hann að stytta sér aldur eftir að hafa skotið lögreglumanninn.

Þetta er í fyrsta sinn í meira en átta ár sem lögreglumaður við skyldustörf deyr af skotsárum. Síðast gerðist það í september 2012 þegar tveimur lögreglukonum var veitt fyrirsát í Manchester. 
 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi