Hnífaárás í París - fjórir særðir

25.09.2020 - 10:48
French police officers work near a bus stop in La Valentine district after a van rammed into two bus stops in the French port city of Marseille, southern France, Monday Aug.21, 2017. At least one person was killed. (AP Photo/Claude Paris)
 Mynd: AP
Fjórir særðust, þar af tveir alvarlega, í hnífaárás í París í dag. Árásin var gerð skammt þar frá sem ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo voru áður til húsa. Talið er að tveir menn hafi verið að verki. Leit hófst að þeim þegar í stað. Einn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar, það því er lögreglan greindi frá nokkru síðar.

Réttarhöld standa yfir í París vegna árásar á skrifstofur tímaritsins árið 2015 til að hefna fyrir birtingu á skopmyndum af Múhameð spámanni. Í henni létust tólf starfsmenn blaðsins. 
Eftir árásina voru skrifstofur Charlie Hebdo fluttar. Því er haldið leyndu hvar þær eru til húsa. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi