Metfjöldi smita í Bretlandi og Ísland á rauðan lista

24.09.2020 - 16:48
epa08690433 Police officers stand outside King's Cross station in London, Britain, 23 September 2020. Due to rising cases of coronavirus in the country, all pubs, bars, restaurants and other hospitality places have to close at 10:00 pm local time (9:00 pm CET) from 24 September 2020. Further coronavirus restrictions and measures were set out by the prime minister in the House of Commons on 22 September 2020.  EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bresk stjórnvöld fjarlægðu Ísland í dag af lista yfir þau ríki sem teljast örugg vegna kórónuveirufaraldursins. Bretar tilkynntu um metfjöldi nýrra smita í dag.

Grant Shapps, samgönguráðherra, tilkynnti síðdegis að Ísland, Danmörk, Slóvakía og karabíska eyjan Curaco væru nú ekki talin örugg. Það þýðir að allir sem koma frá þeim löndum þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til Englands. Ef reglur um sóttkví eru brotnar varðar það sektum frá þúsund pundum að minnsta kosti.

Alls greindust 6.634 ný smit í Bretlandi síðasta sólarhringinn og hafa þau aldrei verið fleiri frá upphafi faraldursins. Tilkynnt var um 40 ný andlát vegna COVID-19, en þungamiðja faraldursins hjá Bretum er í Englandi. 

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi