Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

„Kórónukreppan valdið miklum búsifjum í atvinnulífinu“

24.09.2020 - 18:44
Mynd: RÚV / RÚV
Atkvæðagreiðsla aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins, um hvort segja eigi upp kjarasamningum, fer af stað á næstu dögum í kjölfar þess að fundur launa- og forsendunefnda ASÍ og SA lauk án niðurstöðu síðdegis. SA telur forsendur brostnar en ASÍ ekki.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að staðan nú sé allt önnur en þegar skrifað var undir Lífskjarasamninginn. 300 milljarðar séu horfnir út úr hagkerfinu síðan samningar voru undirritaðir og við því þurfi að bregðast.

SA segist hafa lagt til þrjár leiðir til að bregðast við, en ASÍ hafi hafnað þeim öllum:

  • -Fresta launahækkunum en efna Lífskjarasamninginn að fullu og lengja samninginn sem frestuninni nemur.
  • -Lækka framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði tímabundið. 
  • -Fresta endurskoðun kjarasamninga tímabundið, því koma bóluefnis fyrir COVID-19 gjörbreytir efnahagsforsendum á næsta ári. Á meðan það liggur ekki fyrir sé erfitt að taka afdrifamiklar ákvarðanir.

„Aðilar máls hafa frest til klukkan fjögur á miðvikudag til að leysa farsællega úr þessari deilu. segir Halldór Benjamín, en

Málið er nú í höndum SA og fyrsta skrefið er atkvæðagreiðsla innan samtakanna. 

„Við teljum einfaldlega rétt á þessum tímapunkti að nýta þessa lýðræðislegu leið. Því kórónukreppan hefur haft áhrif á líf okkar allra og við sjáum að hún hefur valdið miklum búsifjum víða í atvinnulífinu. Við þurfum að hafa hraðar hendur og það munum við sannarlega gera,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.