ESB viðurkennir ekki Lúkasjenkó

24.09.2020 - 08:02
epa08688452 European High Representative of the Union for Foreign Affairs Josep Borrell speaks during joint press conference with Ukrainian Foreign Minister Dmytro Kuleba (not pictured) in Kiev, Ukraine, 22 September 2020. Josep Borrell is on a one-day official visit to Ukraine.  EPA-EFE/SERGEY DOLZHENKO
Josep Borrell, utanríkismálarstjóri Evrópusambandsins. Mynd: EPA-EFE - EPA
Evrópusambandið viðurkennir ekki Aleksander Lúkasjenkó sem forseta Hvíta-Rússlands. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, lýsti þessu yfir í morgun.

Hann sagði að Evrópusambandið viðurkenndi ekki fölsuð úrslit forsetakosninganna í Hvíta-Rússlandi í síðasta mánuði. Athöfnin í gær, þegar Lúkasjenkó sór embættiseið nýtt kjörtímabil, hefði ekki verið lögmæt.

Talsmaður þýsku stjórnarinnar lýsti því yfir í gær að stjórnvöld í Berlín viðurkenndu ekki Lúkasjenkó sem réttkjörinn forseta því kosningarnar í Hvíta-Rússlandi í síðasta mánuði hefðu hvorki verið frjálsar né lýðræðislegar.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi