Él norðanlands

24.09.2020 - 06:33
Mynd með færslu
Séð frá Hlíðarfjalli niður til Akureyrar í morgun Mynd: RÚV - Ágúst Ólafsson
Útlit er fyrir norðanátt, tíu til fimmtán metra á sekúndu, en hvassara verður í vindstrengjum suðaustanlands. Él verður norðanlands en yfirleitt léttskýjað sunnan- og vestanlands. Hiti verður frá frostmarki að sjö stigum. Gular viðvaranir vegna norðanhríðar og snjókomu eru í gildi fram eftir morgni á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi.

Það lægir í kvöld, léttir til og frystir víða í nótt. Á morgun verður breytileg átt, fimm til tíu metrar á sekúndu, og að mestu bjartviðri en skýjað með köflum norðaustantil og skúrir á Suðausturlandi. Vindur fer vaxandi þegar líður á daginn og verður kominn í tíu til átján metra á sekúndu á Suður- og Vesturlandi annaðkvöld. Þykknar upp með rigningu vestst.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi