Chelsea búið að gefast upp á dýrasta markverði heims

epa08684635 Kepa Arrizabalaga of Chelsea reacts after Sadio Mane scores a goal during the English Premier League match between Chelsea vs Liverpool in London, Britain, 20 September 2020.  EPA-EFE/Matt Dunham / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - AP POOL

Chelsea búið að gefast upp á dýrasta markverði heims

24.09.2020 - 10:39
Enska fótboltaliðið Chelsea kynnti í dag til leiks senegalska markvörðinn Édouard Mendy. Mendy kemur til Chelsea frá franska liðinu Rennes og er hugsaður sem aðalmarkvörður liðsins.

Mendy kostar Chelsea 22 milljónir punda. Fyrir í herbúðum Chelsea er hins vegar Spánverjinn Kepa Arrizabalaga sem Chelsea gerði að dýrasta markverði allra tíma þegar liðið keypti hann frá Athletic Bilbao 2018 á 71,6 milljónir punda (80 milljónir evra). Spánverjinn hefur hins vegar ekki staðið undir væntingum og gerst sekur um dýrkeypt mistök í leikjum trekk í trekk.

Hvort Mendy fari rakleitt í byrjunarlið Chelsea skal ósagt látið. Hann mun þá í það minnsta anda duglega ofan í hálsmál Kepa Arrizabalaga og yrði þá kominn í markið við fyrstu mistök Spánverjans.

Tékkinn Petr Cech sem varði mark Chelsea við góðan orðstír á árunum 2004-2015 handvaldi Mendy sjálfur. Cech er nú í ráðgjafarstöðu hjá Chelsea. Hann kom sömu leið til Chelsea á sínum tíma og Mendy gerir nú, þ.e. frá Rennes í Frakklandi.