Ágústa Edda og Margrét búnar í tímatökum HM

Mynd með færslu
 Mynd: Hörður Ragnarsson - Ljósmynd

Ágústa Edda og Margrét búnar í tímatökum HM

24.09.2020 - 14:44
Ágústa Edda Björnsdóttir hafnaði í 41. sæti og Margrét Pálsdóttir í 46. sæti í tímatökukeppni HM í götuhjólreiðum í Imola á Ítalíu í dag. Alls var 51 keppandi í tímatökunum í dag. Keppendur voru ræstir einn í einu og hjóluðu 31,7 km í kapp við tímann.

Tími Ágústu Eddu var 7:24,50 mín. á eftir besta tímanum sem náðist. Hollendingurinn Anna van der Breggen náði besta tímanum, 40:20,14 mín. Tími Margrétar Pálsdóttur var 9:39,26 mín. á eftir tíma Önnu van der Breggen.

Ingvar Ómarsson mun keppa í tímatökum karla á morgun. Ágústa Edda, Bríet Kristý Gunnarsdóttir og Hafdís Sigurðardóttir munu svo keppa í götuhjólreiðum á laugardag. Þar eru hjólaðir fimm 28,8 km hringir, samtals 144 km með 2.750 m hækkun.

Á vefsíðunni Hjólafréttir.is kemur fram í fyrradag að Ágústa Edda hafi slasað sig á æfingu á Ítalíu. Hún virðist þó engu að síður hafa náð því að keppa í dag.

Tengdar fréttir

Íþróttir

Ágústa og Ingvar bikarmeistarar í götuhjólreiðum

Íþróttir

Úr handboltalandsliðinu í hjólreiðalandsliðið