Íslandsmótið í körfubolta hefst í kvöld

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Íslandsmótið í körfubolta hefst í kvöld

23.09.2020 - 10:00
Íslandsmótið í körfubolta hefst í kvöld þegar 1. umferð Dominos-deildar kvenna verður spiluð. Það verða fyrstu leikirnir síðan keppni var aflýst 11. mars vegna kórónuveirufaraldursins.

Engir Íslandsmeistarar voru því krýndir á síðustu leiktíð, aðeins deildarmeistarar. Nú hefst hins vegar ný leiktíð og konurnar ríða á vaðið í kvöld. Körfuboltinn fór raunar af stað á sunnudagskvöld þegar Skallagrímur sigraði Val í Meistarakeppni KKÍ. Skallagrímur varð bikarmeistari fyrr á árinu en Valur deildarmeistari.

Valskonur sækja Blika heim í 1. umferðinni í kvöld en Skallagrímur heimsækir Hauka. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:15 nema leikur Fjölnis og Snæfells sem hefst klukkan 18:30.

Leikir kvöldsins:
Keflavík - KR
Breiðablik - Valur
Haukar - Skallagrímur
Fjölnir - Snæfell