HK vann í jöfnum leik á Akureyri

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

HK vann í jöfnum leik á Akureyri

23.09.2020 - 22:38
HK gerði góða ferð norður á Akureyri og sótti stigin þrjú sem í boði voru gegn KA þegar liðin mættust í úrvalsdeild kvenna í blaki.

HK vann fyrstu hrinuna 25-27 en KA tók aðra hrinu 25-20. HK vann síðan þriðju hrinuna 22-25.

Jafnræði var áfram með liðunum í fjórðu hrinu en í stöðunni 2-3 HK í vil slasaðist Helena Kristín Gunnarsdóttir, leikmaður KA, illa að því er virtist og við það hrundi leikur KA liðsin. HK átti ekki í nokkrum erfileikum með lið KA það sem eftir var og vann að lokum 25-17 í hrinunni og leikinn því 3-1.

Paula del Olmo Gomez var stigahæst í liði KA með 18 stig en Hjördís Eiríksdóttir skoraði 19 fyrir HK.

KA, sem varð Íslandsmeistari á þar síðasta tímabili og deildarmeistari á síðasta tímabili er því enn án sigurs að tveimur leikjum loknum en þetta var fyrsti leikur HK.