Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Ákæra þann sem skaut Breonnu Taylor fyrir hættuspil

epa08534699 An image made with a drone shows a mural of Breonna Taylor, who was killed in her own apartment by Louisville, Kentucky police officers, on two basketball courts in Annapolis, Maryland, USA, 08 July 2020. Taylor was shot at least eight times on 13 March as police, executing a so-called no-knock warrant, forcibly entered her apartment on a narcotics raid. No drugs were found.  EPA-EFE/JIM LO SCALZO
 Mynd: JIM LO SCALZO - EPA-EFE
Ákærudómstóll í Bandaríkjunum hefur ákveðið að ákæra lögreglumanninn sem skaut Breonnu Taylor til bana fyrir tilefnislaust hættuspil. Taylor var myrt á heimili sínu í Louisville í Kentucky-ríki 13. mars. Hún var 26 ára gömul.

Mál Taylor komst í hámæli eftir dauða George Floyd, líkt og hann var Taylor svört og drepin af lögreglu. Taylor var sofandi þegar lögregla réðist inn á heimili hennar og kærasta hennar eftir að hafa fengið ábendingar um fíkniefnatengd starfsemi færi fram þar. Engin fíkniefni fundust en Taylor var skotin átta sinnum.

Fjölskylda hennar höfðaði mál vegna þessa og borgaryfirvöld eiga að greiða fjölskyldunni sem nemur um 1,6 milljarði króna og gerðar verða umbætur á starfsemi lögreglunnar í borginni.

Dauði Taylor hefur orðið að helsta slagorðamáli þeirra sem mótmæla lögregluofbeldi og rasisma í Bandaríkjunum og víðar.

 

birgirthh's picture
Birgir Þór Harðarson
Fréttastofa RÚV