Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Talið að einhver hafi hjálpað fjölskyldunni að felast

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Lögreglan hefur fengið nokkrar ábendingar um hvar fjölskyldan frá Egyptalandi dvelur. Talið er að einhver hafi hjálpað þeim að felast. Lögreglan leggur nú mikla vinnu í að leita að fólkinu.

Lögreglan óskaði eftir upplýsingum í gær frá þeim sem gætu vitað hvar Kehdr-fjölskyldan er. Fólkið fannst ekki þegar það átti að vísa því burt frá landinu í síðustu viku.

Guðbrandur Guðbrandsson aðstoðar-yfirlögregluþjónn segist hafa fengið nokkra tölvupósta með ábendingum. Hann vonast til að það skýrist seinna í dag hvar fólkið er. Hann segir að þegar fjölskyldan finnst verði farið með hana í íbúð eða hús sem hentar henni.

Lögmaður fjölskyldunnar hefur beðið um málið fái flýtimeðferð í héraðsdómi. Það er að dómurinn afgreiði málið eins fljótt og hægt er.

Guðbrandur segir að lögreglan ákveði ekkert í þessu máli. Hlutverk hennar sé bara að finna fjölskylduna. Til þess þarf að skoða allar ábendingarnar og gá hvort þær vísa lögreglunni á réttan stað.