Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

NASA áformar tunglferðir á ný

22.09.2020 - 10:55
epaselect epa08574236 The Mars 2020 Perseverance mission lifts off on a United Launch Alliance Atlas V rocket from Launch Complex 41 at the Kennedy Space Center, Florida, USA, 30 July 2020. Mars 2020 Perseverance is part of the USA's largest Moon to Mars exploration approaches. NASA will attempt to establish a sustained human presence on and around the Moon by 2028 through NASA's Artemis program.  EPA-EFE/CRISTOBAL HERRERA-ULASHKEVICH
Eldflaug skotið á loft frá Kennedy-geimvísindastöðinni í Flórída. Mynd: EPA-EFE - EPA
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA áformar að senda mannað geimfar til tungslins eftir fjögur ár og verður það í fyrsta skipti síðan geimfarar Appollo-17 stigu fæti á tunglið fyrir fjörutíu og átta árum.

Undirbúningur að verkefninu, sem kallast Artemis, er þegar hafinn og hefur NASA leitað stuðnings frá Bandaríkjaþingi við fjármögnun þess.

Gert er ráð fyrir að ómannað geimfar, Artemis-1, verði sent á braut um tunglið síðla næsta árs og að farið muni hringsóla um það í um það bil mánuð. Artemis-2 fari í síðar í samskonar för, en þar verði menn um borð. Síðan muni geimfarar með Artemis-3 lenda á tunglinu árið 2024.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV