Man Utd í 16 liða úrslit

epa08689321 Manchester United's Marcus Rashford (2-L) celebrates with teammates after scoring the 0-2 goal during the English Carabao Cup third round match between Luton Town and Manchester United in Luton, Britain, 22 September 2020.  EPA-EFE/Nick Potts / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA

Man Utd í 16 liða úrslit

22.09.2020 - 21:43
Manchester United, West Ham, D-deildarlið Newport County og B-deildarlið Brentford komust í kvöld í 16 liða úrslit ensku deildarbikarkeppninnar í fótbolta. Fjórir leikir fóru fram í 32 liða úrslitunum.

 

Juan Mata, Marcus Rashford og Mason Greenwood skoruðu mörk Man Utd í 3-0 sigri á B-deildarliði Luton Town. Sigur Man Utd var naumur þrátt fyrir markamuninn því staðan var 1-0 þangað til á 88. mínútu þegar Rashford skoraði og mark Greenwood kom á annarri mínútu uppbótartíma.

Man Utd mætir annað hvort úrvalsdeildarliðinu Brighton eða B-deildarliðinu Preston í 16 liða úrslitunum.

Þrír aðrir leikir fóru fram í deildarbikarnum í kvöld og bar þar hæst að D-deildarlið Newport County lagði B-deildarlið Watford 3-1.

Brentford sló út úrvalsdeildarlið West Bromwich Albion í vítaspyrnukeppni 5-4 eftir 2-2 jafntefli. 

Þá vann West Ham 5-1 sigur á C-deildarliði Hull City.

 

Tengdar fréttir

Fótbolti

Tottenham áfram í næstu umferð án þess að spila