Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Hreindýraveiði sumarsins lokið

22.09.2020 - 07:23
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Hreindýraveiðitímabili sumarsins lauk í gær. Kvóti sem má veiða á hverju ári var ekki fylltur.

Hreindýraveiðar fara fram á austurhluta landsins frá Langanesi í norðri suður til Jökulsárlóns í suðri, á níu svæðum og hefur Umhverfisstofnun umsjón með veiðunum. Skylt er að hafa leiðsögumann með í för þegar haldið er til hreindýraveiða og vera með tilskilin leyfi og hafa undirgengist skotpróf.

Í veiðifréttum Umhverfisstofnunnar segir að alls hafi  veiðst tólf hundruð sextíu og þrjú dýr í sumar. Heimilt var að veiða  tólfhundruð sjötíu og sjö dýr. Af útgefnum kvóta náðist ekki að veiða tólf kýr og tvo tarfa.  Í nóvember verða gefin út leyfi til veiða á kúm á svæðum átta og níu sem eru í og við Hornafjörð.