Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Watchmen og Schitt's Creek sigursæl á Emmy hátíðinni

epa08685528 A handout photo made available by the Academy of Television Arts & Sciences shows Jimmy Kimmel hosting the 72nd annual Primetime Emmy Awards ceremony in Los Angeles, California, USA, 20 September 2020. The Primetime Emmys Awards 2020 is the first major Hollywood ceremony to attempt a live broadcast amid the COVID-19 pandemic.  EPA-EFE/EMMY AWARDS / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - ACADEMY OF TELEVISION ARTS

Watchmen og Schitt's Creek sigursæl á Emmy hátíðinni

21.09.2020 - 04:14

Höfundar

Emmy sjónvarpsverðlaunahátíðin var haldin í nótt í 72. sinn en nú með harla óvenjulegu sniði. Sjónvarpsstjörnur og verðlaunahafar voru öll heima hjá sér. Sum voru uppáklædd en önnur á náttfötunum.

Spjallþáttastjórnandinn og grínistinn Jimmy Kimmel stjórnaði hátíðinni úr tómum sal í Los Angeles. Þar í borg eru strangar samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins. 

Fyrirfram var búist við að sjónvarpsþáttaröðin Watchmen, sem gerist í hliðarheimi þar sem ofurhetjur eru til, sópaði að sér verðlaunum. Hún var tilnefnd til alls 26 verðlauna og hlaut ellefu.

Gamanþáttaröðin Schitt’s Creek, fjallar um yfirstéttarfjölskyldu sem þarf að koma sér fyrir í niðurníddu móteli, hlaut níu. Fyrstu verðlaun kvöldsins fóru til kanadísku leikkonunnar Catherine O'Hara fyrir hlutverk hennar í Schitt's Creek.

Eugene Levy hlaut sömuleiðis verðlaun fyrir hlutverk eiginmanns hennar í sömu þáttum. Daniel sonur hans fékk verðlaun fyrir handritsskrif, leiksstjórn og aukahlutverk í þáttunum.

Watchmen, sem byggir á myndasögu Alans Moore frá árunum 1986 til 1987 var valin besta staka sjónvarpsþáttaröðin í nótt. HBO framleiðir þættina sem þykja falla óskaplega vel að raunveruleika fólks á tímum kórónuveiru og öflugra mótmæla gegn mismunun og rasisma.

Leikarinn Jeremy Strong fékk verðlaun fyrir hlutverk sitt í þáttunum Succesion og leikkonan Zendaya fyrir leik sinn í Euphoria. Hlutskörpust þegar kom að efni alvarlegs eðlis varð þáttaröðin Succession sem HBO framleiðir.

Serían sú hverfist um líf auðugrar fjölskyldu sem tekst á um yfirráð mikils fjölmiðlaveldis í anda Murdoch fjölskyldunnar áströlsku.

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds sem var tilnefndur til verðlauna fyrir þemalagið í þáttunum Defending Jacob varð að láta í minni pokann fyrir Nathan Barr. Hann samdi tónlistina fyrir Hollywood sem Netflix framleiddi.

Helstu verðlaun næturinnar:

Besta alvarlega þáttaröðin: Succession

Besta gamanþáttaröðin: Schitt's Creek

Besti karlkyns leikari, alvarlegt hlutverk: Jeremy Strong, Succession

Besti kvenkynsleikari, alvarlegt hlutverk: Zendaya, Euphoria

Besti karlkyns aukaleikari, alvarlegt hlutverk: Billy Crudup, The Morning Show

Besti kvenkyns leikari, alvarlegt hlutverk: Julia Garner, Ozark

Besti karlkyns leikari, gamanþættir: Eugene Levy, Schitt's Creek

Besti kvenkyns leikari, gamanþættir: Catherine O'Hara, Schitt's Creek

Besti karlkyns leikari, gamanþættir: Daniel Levy, Schitt's Creek

Besti kvenkyns aukaleikari, gamanþættir: Annie Murphy, Schitt's Creek

Besta staka sjónvarpsþáttaröð: Watchmen

Besti karlkynsleikari í stakri þáttaröð eða sjónvarpsmynd: Mark Ruffalo, I Know This Much Is True

Besti kvenkynsleikari í stakri þáttaröð eða sjónvarpsmynd: Regina King, Watchmen

Besti karlkyns aukaleikari í stakri röð eða mynd: Yahya Abdul-Mateen II, Watchmen

Besti kvenkyns aukaleikari í stakri röð eða mynd: Uzo Aduba, Mrs America

Besta sjónvarpsmynd: Bad Education

Tengdar fréttir

Erlent

Emmy verðlaunin: Búist við velgengni Watchmen

Sjónvarp

Óvenjuleg Emmy-verðlaunahátíð á óvenjulegum tímum

Menningarefni

Emmy-hátíðin með óvenjulegu sniði í ár

Sjónvarp

Watchmen, Succession og Maisel með flestar tilnefningar