Stöðugleiki DeChambeau skilaði honum sigri á US Open

epaselect epa08685320 Bryson DeChambeau of the US celebrates with the championship trophy after winning the 2020 US Open at Winged Foot Golf Club in Mamaroneck, New York, USA, 20 September 2020. The 2020 US Open will be played from 17 September through 20 September in front of no fans due to the ongoing coronovirus pandemic.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Stöðugleiki DeChambeau skilaði honum sigri á US Open

21.09.2020 - 09:36
Kylfingurinn Bryson DeChambeau sigraði Opna bandaríska meistaramótið í golfi í gærkvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem hann vinnur risamót.

Það var Matthew Wolff, sem er einungis 21 árs, sem hafði forystuna fyrir lokahringinn í gær. Hann hafði þá tveggja högga forskot á Dechambeau. DeChambeau lék lokahringinn á þremur höggum undir pari og fór á samtals sex undir pari. Hann var sá eini sam var undir pari á mótinu samtals.

Wolff lauk keppni samtals á pari en hann náði ekki að halda forystunni á lokahringnum í gær og lék á fimm yfir pari. DeChambeau sem er 27 ára vann þar með sinn fyrsta sigur á risamóti en hann lagði mikla áherslu á að þyngja sig og auka þar með högglengd sína milli keppnistímabila. Það nýttist honum vel á mótinu.

Kylfingarnir áttu mjög misjafna hringi og þrátt fyrir að DeChambeau hafi fengið ellefu skolla á mótinu, og fimm á öðrum hringnum, lék hann stöðugara golf en mótherjarnir og fór aldrei á fleiri en 70 höggum. Til að mynda fór Justin Thomas fyrsta hringinn á 65 höggum en þann þriðja á 76 höggum. Það var Lou­is Oost­huizen frá Suður-Afríku sem hafnaði í þriðja sætinu og lék á samtals tveimur yfir pari.

Fimm efstu:
1. Bry­son DeCham­beau -6
2. Matt­hew Wolff par
3. Lou­is Oost­huizen +2
4. Harris English +3
5. Xand­er Schauf­fele +4
6. Dust­in John­son +5

Tengdar fréttir

Golf

Wolff leiðir fyrir lokahringinn

Golf

Tiger ekki í gegnum niðurskurð - Reed efstur