Smitvarnir hertar í Ósló

21.09.2020 - 14:19
epa08443359 Several people wearing protective face masks keep a social distance as they travel in the subway, in Barcelona, Catalonia, Spain on 25 May 2020 during the first day of phase 1 of deescalation amid coronavirus pandemic in Barcelona. Madrid, Barcelona and Castilla Leon begin phase 1 of the desescalation, while the rest of the country is on phase 2.  EPA-EFE/Marta Perez
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Borgaryfirvöld í Ósló tilkynntu í dag um hertar aðgerðir í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar. Allir borgarhlutarnir eru orðnir rautt svæði vegna þess hve veiran hefur breiðst hratt út upp á síðkastið.

Frá og með hádegi á morgun mega fleiri en tíu ekki koma saman á heimilum í borginni. Farið er fram á að fólk sé með grímur þegar það ferðast með almenningsfarartækjum. Þá er mælst til þess að upplýsingar verði skráðar um alla sem sækja sér þjónustu á veitingastöðum borgarinnar. Þessar nýju ráðstafanir gilda í hálfan mánuð.

Norska ríkisútvarpið hefur eftir Raymond Johansen, forseta borgarstjórnar, að stóttvarnarreglur verði hertar enn frekar ef þessar duga ekki til að slá á útbreiðslu veirunnar.
 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi