Rúnar Alex orðinn leikmaður Arsenal

Mynd með færslu
 Mynd: Arsenal

Rúnar Alex orðinn leikmaður Arsenal

21.09.2020 - 17:25
Íslenski markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er genginn til liðs við Arsenal. Þetta var tilkynnt á Twitter síðu félagsins nú síðdegis.

Rúnar gerir fjögurra ára samning við félagið með möguleika á árs framlengingu eftir það. Þetta eru ein stærstu félagsskipti Íslendings á erlendri grundu en Rúnari er ætlað að fylla skarð varamarkmannsins Emiliano Martinez sem fór til Aston Villa á dögunum.