Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Gömul sprengja varð tveimur að bana

(FILE) A file picture dated 5 April 2007 shows an aerial view of islands in the Solomon Islands Western Province.  EPA/FRANCK ROBICHON
 Mynd: EPA
Sprengja úr síðari heimsstyrjöld varð tveimur sprengjusérfræðingum, breskum og áströlskum, að bana á Salómons-eyjum í dag.

Norsku líknarsamtökin Norsk Folkehjelp eru nú í óða önn að leita að ósprungnum sprengjum á Salómonseyjum í Eyjaálfu. Þau staðfesta að tveir starfsmanna þeirra hafi farist með þessum voveiflega hætti. Rannsókn á tildrögum þess að sprengjan sprakk stendur nú yfir.

Salómónseyjar voru vígvöllur Bandamanna og Japana í seinni heimsstyrjöld og að henni lokinni varð gríðarlegt magn ósprunginna jarðsprengja og annars vopnabúnaðar eftir á eyjunum. Fulltrúar Norsk Folkehjelp segja að bæði sé hætt við að þær springi og mikilli mengun af völdum af eiturefni sem hripar úr þeim.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV