Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Emmy verðlaunin: Búist við velgengni Watchmen

21.09.2020 - 00:21
Mynd með færslu
 Mynd: HBO
Emmy sjónvarpsverðlaunahátíðin verður haldin í nótt í sjötugusta og annað sinn en nú með harla óvenjulegu sniði.

Sjónvarpsstjörnur eru búnar að velja uppáhaldsnáttfötin sín til að klæðast í beinni útsendingu. Allar verða þær heima hjá sér en Jimmy Kimmel stjórnar hátíðinni úr tómum sal í Los Angeles.

Búast má við óvæntum uppákomum þar sem stjörnunum hefur verið uppálagt að vera frumlegar í þakkarávörpum sínum. Búist er við að sjónvarpsþáttaröðin Watchmen, sem gerist í hliðarheimi þar sem ofurhetjur eru til, sópi að sér verðlaunum en hún er tilnefnd til alls 26 verðlauna.