Haukur í sigurliði - Valencia tapaði fyrir meisturunum

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Haukur í sigurliði - Valencia tapaði fyrir meisturunum

20.09.2020 - 19:13
Fyrsta umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta var leikin í dag. Tveir Íslendingar leika í deildinni, Martin Hermannson og hans menn í Valencia töpuðu naumlega en Andorra, með Hauk Helga Pálsson innanborðs, vann sinn leik.

Martin tókst ekki að skora stig á þeim 13 mínútum sem hann spilaði en hann gaf tvær stoðsendingar og spilaði heilt yfir vel. Valencia tapaði að lokum 76-73. 

Haukur Helgi Pálsson átti góða innkomu af bekknum hjá Andorra sem vann Murcia örugglega 84-66. Haukur skoraði níu stig og var með fullkomna nýtingu.