Tíu KA menn sóttu stig í Grafarvog

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Tíu KA menn sóttu stig í Grafarvog

19.09.2020 - 16:16
KA heimsótti Fjölni í eina leik úrvalsdeildar karla í knattspyrnu í dag. Manni færri tókst KA að koma í veg fyrir fyrsta sigur Fjölnis í deildinni.

 

35.mínútan var Fjölnismönnum afar hagstæð. Þá fékk Mikkel Quist varnarmaður KA rautt spjald og gaf Fjölni vítaspyrnu. Úr henni skoraði Jón Gísli Ström.

Tíu KA-menn bitu þó frá sér. Á 76.mínútu jöfnuðu þeir metin þegar Ásgeir Sig­ur­geirs­son skoraði þá úr þröngu færi vinstra meg­in við markið eft­ir fyr­ir­gjöf frá Hrann­ari Birni Berg­mann