„Þetta var bara stórskrýtin atburðarás“

Mynd: Fótbolti.net / RUV

„Þetta var bara stórskrýtin atburðarás“

19.09.2020 - 17:54
Arnar Grétarsson þjálfari KA manna í knattspyrnu var hissa á umræðunni um að hann ætlaði að hætta sem þjálfari liðsins eftir tímabilið. Hann segir báða aðila sátta með samstarfið hingað til.

Umræðan spratt upp í Stúkunni á Stöð2Sport og var það fullyrt að Arnar yrði ekki áfram þjálfari KA að tímabili loknu en Arnar tók við liðinu á miðju tímabili og gerði samning út tímabilið.

Eftir jafntefli í Grafarvogi í dag gegn Fjölni, 1-1, tjáði Arnar sig um umræðuna við RÚV.

„Þetta var bara stórskrýtin atburðarás, þetta var bara ekki fréttamennska og verið að búa til fréttir. Það var talað um það fyrirfram að við ætluðum að koma KA í skjól og ég hugsa að báðir aðilar séu mjög sáttir við samstarfið hingað til. Það var óþarfi að koma með þessa sprengju inn í þetta dæmi en svona eru fréttir svolítið orðnar í dag,“ sagði Arnar og bætti við að frekar væri stefnt að áframhaldandi samstarfi en hitt.

Nánar er rætt við Arnar í spilaranum hér fyrir ofan.