KR styrkir liðið fyrir átökin í vetur

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

KR styrkir liðið fyrir átökin í vetur

19.09.2020 - 13:21
Körfuknattleiksdeild KR tilkynnti í gær að félagið væri búið að semja við einn Króata og einn Bandaríkjamann fyrir átökin á komandi leiktíð. KR hafa misst töluvert úr hópnum frá því á síðasta tímabili og því styrkingin kærkomin.

 

KR hefur misst töluvert úr hópnum frá því á síðasta tímabili og því er styrkingin kærkomin. Liðið gekk í gær frá samn­ing­um við þá Ante Gospic frá Króa­tíu og Banda­ríkja­mann­inn Ty Sa­bin fyr­ir átök­in í vet­ur. 

Gospic er 203 sentí­metra fram­herji sem hef­ur spilað í heima­land­inu, Spáni, Dan­mörku, Þýskalandi og Rúm­en­íu. Sa­bin hef­ur und­an­far­in ár leikið með Wetter­byg­d­en í Svíþjóð. 

KR mæt­ir með mikið breytt lið til leiks í vet­ur. Þeir Jón Arn­ór Stef­áns­son og Kristó­fer Acox eru m.a. horfn­ir á braut og Darri Freyr Atla­son er tek­inn við Inga Þór Steinþórs­syni sem þjálf­ari.