Haukar hirtu montréttinn

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú

Haukar hirtu montréttinn

19.09.2020 - 18:05
Boðið var upp á Hafnarfjarðarslag þegar Haukar og FH mættust í úrvalsdeild kvenna í handbolta í dag. Haukar fóru með nauman sigur af hólmi.

Leiknum lauk með eins marks sigri Hauka, 26-25. Mikið jafnræði var með liðunum og staðan í hálfleik 14-14, undir lokin voru það Haukakonur sem reyndust sterkari og náðu í góðan sigur á heimavelli. Britney Cots var markahæst í FH með 11 mörk en Ragnheiður Ragnarsdóttir skoraði sjö.

Önnur úrslit í dag urðu þau að Stjarnan vann útisigur á KA/Þór með 23 mörkum gegn 21 og þá vann ÍBV 25-21 á útivelli gegn HK.