Haukar fóru illa með ÍBV

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Haukar fóru illa með ÍBV

19.09.2020 - 20:02
Haukar og ÍBV mættust í stórleik umferðarinnar í úrvalsdeild karla í kvöld. Leikið var á Ásvöllum og áttu heimamenn frábæran leik fyrir tómu húsi.

Haukar rétt mörðu Gróttu í 1. umferð en ÍBV burstaði ÍR. Haukar voru aftur á móti miklu sterkari á vellinum í kvöld. Haukar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 14-10 og bættu svo við forskot sitt í seinni hálfleik.

Orri Freyr Þorkelsson endaði markahæstur Hauka með 8 mörk og Björgvin Páll Gústavsson varði vel í markinu í leik sem Haukar unnu, 30-23.

Eftir leikinn eru Haukar með fjögur stig en ÍBV með tvö eftir að hafa unnið fyrsta leikinn í deildinni.