Bale aftur til Tottenham

epa07033198 Real Madrid's forward Gareth Bale celebrates after scoring the 2-0 during the UEFA Champions League Group G soccer match between Real Madrid and Juventus at Santiago Bernabeu stadium in Madrid, Spain, 19 September 2018.  EPA-EFE/Rodrigo
 Mynd: EPA

Bale aftur til Tottenham

19.09.2020 - 18:21
Velski knattspyrnumaðurinn Gareth Bale hefur snúið aftur á kunnuglegar slóðir. Hann var í dag tilkynntur sem nýr leikmaður Tottenham Hotspur þar sem hann þekkir hvern krók og kima.

Bale kemur á eins árs lánssamningi frá Real Madrid og er Tottenham sagt borga 20 milljónir punda í laun og lánskostnað.

Bale var keyptur til Real Madríd í september 2013 fyrir rúmlega 80 milljónir punda. Eftir að hafa unnið allt sem hægt var að vinna með Real þá hefur Bale verið í kuldanum undan farið eftir að Zinedine Zidane tók við liðinu.

Bale er að glíma við meiðsli í hné og er ekki búist við að hann verði klár í slaginn fyrr en eftir næsta landsleikjahlé í október.