Bækur um að þora og geta og ímynda sér

Mynd: Otave / Otava

Bækur um að þora og geta og ímynda sér

19.09.2020 - 08:52

Höfundar

Finnar tilnefna tvær bækur með með mikið af myndum til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2020. Þetta eru annars vegar litrík myndabók um önd sem er hrædd við að fljúga og hinsvegar myndabókin Við erum læón, um lítinn dreng með alvarlegan skjúkdóm sem fjölskyldan, pabbi, mamma og stóri bróðir verða að takast á við. Þrátt fyrir vandann og harminn sem bækurnar fjalla um eru þær báðar bjartar og fjörlegar.

Sorsa Aaltonen ja Lentämisen oireet eða Aaltonen önd og flugvandinn eftir þau Veeru Salmi og Matti Pikkujämse segir frá frá stokkandarsteggi sem heitir Aaltonen. Aaltonen fer á hverjum degi í röð með öðrum fuglum til að fá brauðbita. Fuglarnir í röðinni eiga það sameiginlegt að hafa ekki tekist að láta drauma sína rætast og allar hrjáir eitthvað og þeir tala mikið um það. Aaltonen segir ekki margt, hann þorir ekki fyrir sitt litla líf að ljóstra því upp að hann er stöðugt heltekinn af ótta við að fljúga. Á endanum leitar hann sér hjálpar hjá lækni sem segir honum að eina ráðið til að yfirvinna óttann við að fljúga sé einfaldlega að fljúga.

Í bókinni fylgjumst við með Aaltonen á rölti sínu um götur og garða borgarinnar þar sem ýmislegt ber fyrir sjónir. Bæði textinn og myndirnar er mátuleg órætt til þess að sá sem les bókina með barni getur búið til alls konar sögur út frá því sem sagt er og sýnt á síðunum. 

Mynd með færslu
 Mynd: norden.org
Veera Salmi & Matti Pikkujäms (mynd norden.org)

Veera Salmi sendi frá sér sína fyrstu barnabók árið 2012 og hefur nú skrifað samtals fjórtán skáldsögur og myndabækur fyrir yngri börn auk einnar fyrir unglinga og enn einnar fyrir fullorðna. Bækur hennar njóta mikilla vinsælda í Finnlandi og hún hefur verið tilnefnd til ýmissa verðlauna m.a. til Finlandia verðlaunanna og gerð hefur verið kvikmyndmynd eftir einni bóka hennar.

Matti Pikkujämsä er menntaður grafískur hönnuður og hefur allt frá árinu 2002 myndskreytt fjölda mynda- og ljóðabóka fyrir börn og hefur verið tilnefndur og fengið ýmis verðlaun fyrir myndir sínar.

Mynd: Förlaget M / Förlaget M
Framhlið bókarinnar Vi är Lajon

Í bókinni Vi är Lajon segir frá tveimur bræðrum sem þurfa að takast á við líf sitt í skugga þess stóri bróðir veikist af alvarlegum og ólæknandi sjúkdómi. Í gegnum sameiginlegan leikjaheim bræðranna er því líst hvernig litli bróðir berst við að skilja alvarleika sjúkdómsins sem læst hefur klóm sínum í bróðurinn. Leikjaheimurinn sem og myndheimur bókarinnar byggir á dýrum og veiðum úti á hitabeltisgresjunni. Á gresjunni eru auðvitað ljón sem börn þekkja kannski ekki síst úr Disney kvikmyndinni Lyon King og til þess vísar ákveðin afbökun eða bernskun á orðinu ljón á sænskunni sem er frummál bókarinnar.

„Sagan sem sögð er í bókinni er Vi är Lajon er falleg og hún er einföld, hún er lika flókin, hún er djúp og hún er rosalega sorgleg eða kannski er það túlkunaratriði,“ segir Halla Þórlaug Óskarsdóttir segir í umfjöllun sinni. „Bókin er marglaga; sagan er tvískipt, það er að segja sjónarhornið. Annars vegar er sagan sem foreldrar lesa og hins vegar sagan sem börn meðtaka.“ Það er litli bróðir sem segir söguna og fullorðnir lesa auðvitað öðruvísi í orð barna en börn. Sagan sem litlibróðir segir um veiðiferðir þeirra bræðra úti á hitabeltisgresjunni eiga greiðari aðgang að barnshuganum á með hinir fullorðnu eru meira uppteknir af alvarlegum veikindum stóra bróður. Þá bæta myndir Jenny Lucander enn lögum við frásögnina með því til dæmis að dempa eða styrkja litina eftir því hvað um er fjallað. Þetta eru línuteikningar en uppfullar af smáatriðum sem gef til kynna hvernig andrúmsloftið er hverju sinni. Oft er persónum og aðstæðum bætt inn á myndirnar án þess að slíkt eigi sér samsvaranir í textanum en lesandinn veit að er þarna einhvers staðar eins og til dæmis starfsfólk á sjúkrahúsi eða foreldrarnir við einhverja iðju án þess að frá því sé sagt í því ævintýri sem litli bróðir segir frá um líf þeirra bræðra.

Umfjöllunarefni þessarar bókar er bannhelgi dauðans, eða „óttann og flóttann,“ eins og Halla Þórlaug orðar það, „Dauðann getum við nefnilega ekki flúið, þótt það sé misjafnt hvernig og hvenær hann verður á vegi okkar (...) Bókin Vi är Lajon efjallar sannarlega um erfið málefni en samt er hún ævintýrabók; hún fjallar um raunveruleikann en samt fjallar hún líka um ímyndunaraflið, sem sumir myndu kannski kalla veruleikaflótta. (...) Í þessari bók eru bræðurnir ljón og þeir eru ekki á flótta, þeir eru á veiðum úti í náttúrunni og náttúran er upp á líf og dauða.“

Það er óljóst hvernig endalok veiða bræðranna verða, hvort þeir fari aftur saman á veiðar eða hvort leiðir þeirra eigi eftir að skilja endanlega. Lokin eru í höndum eða öllu heldur huga lesandans enda bókin Vi är Lajon dæmi um bók „sem sannarlega dregur fram töfrana sem búa í barnabókmenntum og þá brú sem þær geta smíðað milli heimsmynda kynslóðanna.“ 

Mynd með færslu
 Mynd: norden.or - norden.org
Jens Mattsson og Jenny Lucander (mynd:Jose Figueroa & Niklas Sandström norden.org)

Bókin Vi är Lejon er dæmi um fallegt samstarf milli Svíþjóðar og Finnlands. Höfundarnir eru annars vegar Svíinn Jens Mattsson sem starfar sem ritstjóri barnabóka og sem barnabókasafnsfræðingur í Lundi. Myndlistarmaðurnn Jenny Lucander er hins vegar finnsk og búsett í Helsingfors. Hún hefur gert myndir í fjölda bóka og hlotið margvísleg verðlaun Bókin Vi är Lajon hefur bæði komið út finnlandssænska forlaginu Förlaget sem mun þekkt fyrir útgáfu sígildra myndabóka af miklum listrænum gæðum. Þá hefur bókin einnig komið út í Svíþjóð hjá bókaútgáfunni Natur & Kultur.