Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Stjórn hafnaði sjö milljörðum sem nema tilboði Ballarin

18.09.2020 - 09:48
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Þór Ægisson - RÚV
Alls bárust yfir níu þúsund áskriftir að fjárhæð 37,3 milljarðar króna en stjórn Icelandair samþykkti áskriftir að fjárhæð 30,3 milljarða, sjö milljörðum lægra en heildaráskriftir og sem nemur tilboði Michele Edward Roosevelt Ballarin. 

Fréttblaðið greinir frá því að fjárfestirinn hafi ekki reitt fram tryggingar til staðfestingar á því að hún væri með nægt fjármagn til að geta staðið við kaupin og því hafi tilboðinu verið hafnað. 

Heimild til stækkunar útboðsins þannig að fjöldi seldra hluta verður 23 milljarðar verður nýtt. Fjöldi hluthafa í félaginu í kjölfar útboðs verður yfir 11.000 segir í tilkynningu frá Icelandair.

Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot - RÚV

Eftirlaunasjóður FÍA kaupir fyrir tæplega 440 milljónir

Fram hefur komið í fjölmiðlum að LIVE, lífeyrissjóður Verslunarmanna, hafi ekki tekið þátt í útboðinu. Fréttablaðið greindi frá því í gær að LSR hafi skráð sig fyrir stórum hlut. Sjóðurinn á nú þegar 8,25 prósenta hlut í félaginu. Þá fær eftirlaunasjóður félags íslenskra atvinnuflugmanna auð kaupa 439.329.813 hluti og Skeljungur kaupir 126.006.826 samkvæmt innherjaupplýsingum kauphallarinnar. 

Félag Boga Nils Bogasonar, Möskvi ehf. kaupir fyrir 17,5 milljónir. Einnig seldi hann 1.750.000 hluti í flugfélaginu í sinni eigu í félagið Möskva á verðinu 1,20 króna á hlut.

Þar kemur einnig fram að starfsmenn og stjórnarformenn Icelandair hafi tekið þátt í hlutafjárútboðinu fyrir rúmlega 90 milljónir. Meðal þeirra eru Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs,  Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, fjármálastjóri, Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs, Tómas Ingason, framkvæmdastjóri upplýsingasviðs og viðskiptaþróunar og Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic sem fjárfesta í hlutabréfum og áskriftarréttindum fyrir samtals um 50 milljónir. Félag stjórnarformannsins Úlfars Steindórssonar, Jú ehf., kaupir fyrir fimm milljónir.