Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Færeyingar stefna að vindorkuveri fyrir 2025

18.09.2020 - 03:20
Mynd með færslu
 Mynd: Siemens Gamesa
Búist er við að fyrsta vindorkuverið í hafinu við Færeyjar verði tilbúið til notkunar undir lok árs 2025.

Verið er hluti af hugmyndum Færeyinga um sjálfbæra orkuframleiðslu fyrir 2030 og gæti jafnvel flýtt þróuninni. Tafir hafa orðið á uppsetningu vindorkuvera á landi því fáir vilja sjá þau í nánasta umhverfi sínu.

Verkið verður unnið í samvinnu færeyskrar orkufyrirtækja, kaupsýslumanna og einstaklinga. Næstu skref eru að tryggja leyfi til framkvæmdarinnar og að kanna áhrif á náttúru og umhverfi. Að því búnu tekur við frekari þróun, hönnun og framkvæmd verksins.