Einn starfsmaður CCP smitaður, var á Irishman pub

18.09.2020 - 10:54
Mynd með færslu
 Mynd: CCP
Einn starfsmaður CCP á Íslandi greindist með virkt COVID-19 smit í gær og hafa átta aðrir starfsmenn verið skimaðir og sendir í sóttkví. Sigurður Stefánsson, fjármálastjóri CCP, staðfestir þetta við fréttastofu. Fyrir liggur að viðkomandi starfsmaður fór á Irishman pub síðstliðinn föstudag.

Unnið er að frekari smitrakningu í samvinnu við smitrakningateymi almannavarnadeildar.

Sigurður segir hinn smitaða ekki hafa verið í návígi við marga starfsmenn og hefur smitið lítil áhrif á starfsemina, þegar vann tæpur helmingur starfsmanna CCP í fjarvinnu, um 140 voru í vinnu í húsnæði fyrirtækisins af 260 starfsmönnum. Allir starfsmenn eru núna að vinna að heiman þar til annað verður ákeðið. Allir starfsmenn sem störfuðu á skrifstofunni í vikunni verða skimaðir.

 

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi