Valitor varar við sviksamlegum tölvupóstum

16.09.2020 - 23:33
epa05769349 A man types on a laptop computer keyboard in Taipei, Taiwan, early 04 February 2017. On 03 Feburary 2017, five Taiwan security companies suffered distributed Denial -of-service (DDoS) attacks from an anonynous hacker who demanded each firm to
 Mynd: EPA
Kortafyrirtækið Valitor varar við tölvupóstum í nafni Póstsins þar sem fólk er beðið um að smella á hlekk þar sem komið er inn á falska greiðslusíðu í nafni fyrirtækisins. „Við viljum ítreka fyrri viðvaranir og biðja fólk að opna ekki hlekki sem fylgja skilaboðunum og gefa ekki undir neinum kringumstæðum upp kortaupplýsingar eða persónuupplýsinga.“

Fram kemur í tilkynningu Valitor að þessi svokallaða vefveiða - árás hafi farið af stað á ný seinni partinn í dag. „Hafi fólk brugðist við slíkum skilaboðum eða eru í minnsta vafa um réttmæti upplýsinga sem þeir fá er brýnt að hafa samband strax við viðskiptabanka sinn eða þjónustuver Valitor utan opnunartíma bankans.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi