Valdimar til Strömsgodset

Mynd með færslu
 Mynd: MBL - RUV

Valdimar til Strömsgodset

16.09.2020 - 22:04
Knattspyrnumaðurinn Valdimar Þór Ingimundarson er genginn í raðir Strömsgodset í Noregi. Valdimar sem er uppalinn Fylkismaður hefur átt gott tímabil með Fylki sem situr í fimmta sæti úrvalsdeildar karla sem stendur.

Það er norska félagið sem staðfestir skiptin með færslu sinni á Twitter fyrr í kvöld. Valdimar verður í treyju númer 23 hjá félaginu. 

Næsti leikur Strömsgodset er gegn Sandefjord um helgina. Strömsgodset er í 12. sæti Eliteserien, efstu deildar þar í landi. 

Valdimar kveður Fylki með 8 mörk í 14 leikjum á tímabilinu.