Tveimur leikjum frestað vegna veðurs

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson

Tveimur leikjum frestað vegna veðurs

16.09.2020 - 14:04
Tveimur leikjum í Lengjudeildinni, 1.deild karla, hefur verið frestað vegna verðurs. Toppslag Keflavíkur og Fram annars vegar og leik Grindavíkur og Leiknis hins vegar.

Nú gæti veður farið að setja meira strik í reikninginn í fótboltanum sem teygir sig töluvert lengra inn í haustið en venjulega. Fram átti að heimsækja Keflavík og Leiknir Grindavík en ekkert verður að því vegna veðurs en gul viðvörun er í gildi á hálendinu, við Faxaflóa, Breiðafjörð og á Vestfjörðum.

Báðum leikjunum hefur verið frestað til 16:30 á morgun. Tvö stig skilja að Fram og Keflavík í Lengjudeildinni, Fram er í toppsætinu með 32 stig en Keflavík í öðru sætinu með 30 stig og á leik til góða. Leiknir er í þriðja sæti deildarinnar með 29 stig.