Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Trump býst við bóluefni innan mánaðar

epa08571604 US President Donald J. Trump arrives for a press briefing in the Brady Press Briefing Room of the White House in Washington, DC, USA, on 28 July 2020.  EPA-EFE/Oliver Contreras / POOL
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ekki vilja svara hvort hann muni sætta sig við úrslit kosninganna. Mynd: EPA-EFE - Sipa USA Pool
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að bóluefni gegn Covid-19 kunni að verða tilbúið innan mánaðar. „Það gætu verið þrjár til fjórar vikur í að bóluefni verði tilbúið sagði forsetinn í svörum til gesta í sal á ABC sjónvarpsstöðinni.

Nokkrum klukkustundum fyrr sagði hann í viðtali á Fox fréttastöðinni að bóluefni gæti mögulega orðið tilbúið innan fjögurra vikna, en þær gætu allt eins orðið átta.

Andstæðingar Trumps segja forsetann beita vísindamenn og heilbrigðisyfirvöld þrýstingi að veita skyndileyfi til notkunar bóluefnis sem ekki hafi verið rannsakað i hörgul.

Tilgangur hans sé að bæta stöðu sína í kosningabaráttunni við Joe Biden. Anthony Fauci, sérfræðingur í smitsjúkdómum, segir ekki líklegt að unnt verði að leyfa notkun bóluefnis fyrr en undir árslok.