Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Tilraunalyf virðist vernda COVID-19 sjúklinga

epa08354787 Several paramedics in protection suit work in a ward for COVID-19 patients at Puerta de Hierro Hospital, in Madrid, Spain, 09 April 2020 (issued 10 April 2020), during the coronavirus disease (COVID-19) pandemic. Spain faces the 27th consecutive day of mandatory home confinement, on 10 April, in a bid to slow down the spread of the COVID-19 disease pandemic caused by the SARS-CoV-2 coronavirus.  EPA-EFE/JUANJO MARTIN
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Ein dreyping af tilraunalyfi virðist minnka magn kórónuveirunnar í nýsmituðum sjúklingum og draga úr líkum á því að þeir þurfi að leggjast inn á sjúkrahús. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lyfjaframleiðandanum Ely Lilly. Óháðir vísindamenn hafa þó ekki farið yfir niðurstöðurnar né hafa þær verið birtar í ritrýndu vísindatímariti.

New York Times greinir frá. 

Lyfið er svokallað einstofna mótefni. Það er tilbúin eftirmynd af mótefni sem sjúklingur myndar eftir að hafa náð sér af COVID-19,   Vísindamenn hafa bundið vonir við að slík lyf geti reynst árangursrík meðferð við COVID-19 en þau eru dýr í framleiðslu og það hefur gengið hægt að þróa þau.

New York Times segir að tilkynning Eli Lilly sé byggð á bráðabirgðaniðurstöðum úr rannsókn sem sé enn í gangi.  450 sjúklingar með nýgreind smit fengu ýmist mótefnið eða lyfleysu.  1,7 prósent þeirra sem fengu lyfið þurftu á innlögn að halda en 6 prósent þeirra sem fengu lyfleysuna. 

Magn veirunnar minnkaði mjög mikið hjá þeim sem fengu lyfið i samanburði við þá sem fengu lyfleysuna.  Í frétt New York Times kemur fram að meðferðin sé eingöngu ætluð þeim sem þurfi á innlögn að halda. Þeir sem fá mild eða engin einkenni verði að bíða og vona það besta.

Myron Cohen, yfirmaður smitsjúkdómadeildar háskólans í Norður Karólínu segist vera hrifinn af því sem hann hafi kynnt sér. 

Í samtali við New York Times segir hann rannsóknina vera nákvæma og niðurstöðurnar sannfærandi.  Undir það tekur Rajesh T. Ghandi,  yfirmaður smitsjúkdómadeildar hjá General-sjúkrahúsinu í Massachusetts. Hann hrósar lyfjafyrirtækinu fyrir að gert tilraunir með lyfið á fólki sem sýndi lítil einkenni.

Ghandi segir jafnframt hvetjandi að lyfið minnki magn veirunnar í öndunarfærum sem gæti leitt til þess að sjúklingarnir séu minna smitandi. Það verði þó erfitt að sýna fram á það. Til þess þyrfti stóra og umfangsmikla rannsókn.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV