Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Þrettán innanlandssmit í gær - einn í sóttkví

16.09.2020 - 11:12
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
Þrettán greindust með COVID-19 innanlands í gær. Einn þeirra var í sóttkví. Tveir greindust með virkt smit á landamærunum. Þetta er mesti fjöldi sem greinst hefur innanlands síðan sjötta ágúst. Alls voru tæplega 1.150 sýni tekin.

Einn er á sjúkrahúsi með COVID-19. 75 eru í einangrun með virkt veirusmit, þar af eru 55 sem greindust innanlands. Sé aldursdreifing þeirra sem eru með virkt smit skoðuð sést að lang stærstur hluti þeirra er á aldrinum 18-29 ára, eða 20 manns. Næst fjölmennasti aldurshópurinn er á fimmtugsaldri.

 

 

holmfridurdf's picture
Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir
Fréttastofa RÚV