Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Síðasti kaflinn yfir Fróðárheiði bundinn slitlagi

16.09.2020 - 05:45
Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Bundið slitlag var lagt á síðasta kafla nyja vegarins yfir Fróðárheiði í gær.

Skessuhorn greinir frá þessu. Vegurinn er önnur meginleiðanna yfir Snæfellsnesfjallgarð og liggur í 361 metra hæð.

Vegabætur voru brýnar þar sem öll þjónusta á borð við lögreglu, sjúkrabíla og slökkvilið eru á norðanverðu Snæfellsnesi og íbúar sunnanmegin þurfa að sækja þjónustu og stjórnsýslu yfir heiðina til Ólafsvíkur og Hellissands.

Framkvæmdir við lokakafla vegarins hófust fyrir einu og hálfu ári.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV