
Mótmæli í Palestínu vegna samkomulags
Ísraelski herinn staðfestir við AFP fréttastofuna að tveimur flaugum hafi verið skotið frá Gaza-svæðinu. Önnur þeirra var stöðvuð af eldflaugavarnarkerfi hersins en hin sprakk í borginni Ashdod á suðurströnd Ísraels. Ísraelar svöruðu með loftárás á Gaza-svæðið.
Mahmud Abbas forseti Palestínu fullyrðir að samkomulagið tryggi ekki frið á svæðinu. Friður verði ekki í höfn fyrr en Bandaríkjamenn og Ísraelar viðurkenna Palestínu sem ríki. „Hersetu Ísrealsmanna þarf einnig að linna,“ segir forsetinn.
Grímuklæddir íbúar borganna Nablus og Hebron á Vesturbakkanum og í Ramallah þyrptust út á götur. Þeir veifuðu fána Palestínu og mótmælaspjöldum með slagorðum sem beint gegn samkomulaginu; „Landráð“ og „Höfnum eðlilegum samskiptum við landtökuríkið“.
Á Gaza fótumtróðu mótmælendur myndir af leiðogum Ísraels, Furstadæmanna og Barein áður en kveikt var í þeim. Abbas forseti varar við hættulegum afleiðingum þess að Ísrael og Bandaríkin sniðgangi Palestínumenn og ríkisstjórn þeirra.
Í lok ágúst lýstu Ísraelar og Palestínumenn yfir endurnýjun vopnahlés sem standa átti í átján mánuði.