Handteknir fyrir hörmungar í Bosníu

16.09.2020 - 16:32
epa08668425 A Catholic nun wearing face masks carries flowers, during a funeral at a cemetery in Sarajevo, Bosnia and Herzegovina, 14 September 2020. Countries around the world are taking increased measures to stem the widespread of the SARS-CoV-2 coronavirus which causes the COVID-19 disease.  EPA-EFE/FEHIM DEMIR
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Níu Serbar voru handteknir í dag, grunaðir um hafa tekið þátt í að drepa 44 almenna borgara í þorpinu Novoseoci í austanverðri Bosníu haustið 1992. AFP fréttastofan hefur eftir saksóknara að mennirnir sé sakaðir um að hafa bæði skipulagt og framkvæmt árásina gegn fólkinu, sem allt var múslimar.

Í yfirlýsingu saksóknara segir að her Bosníu-Serba hafi skilið karla frá konum og börnum í þorpinu. Karlarnir voru teknir að ruslahaugi og skotnir til bana. Fórnarlömbin voru á bilinu 14 til 82 ára. Konurnar og börnin voru send úr þorpinu. Að aftökunum loknum var moska þorpsins eyðilögð og rústir hennar fluttar að ruslahaugnum þar sem þeim var hellt yfir líkin. 

Radislav Krstic, Krestítsj  fyrrverandi hershöfðingi Bosníu-Serba, er meðal þeirra sem liggur undir grun í þessu máli. Hann afplánar nú 35 ára dóm vegna hlutar síns í þjóðarmorðunum í Srebrenica árið 1995. 

 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi