Fjórir sökudólgar og allt þýfið fundið

16.09.2020 - 11:55
Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan á Suðurnesjum
Lögreglan á Suðurnesjum handtók fjóra menn í gærkvöldi sem grunaðir eru um að hafa brotist inn í vallarhús Ungmennafélags Njarðvíkur og stolið verðmætum. Mennirnir verða yfirheyrðir af lögreglu síðar í dag.

„Okkur langar að þakka ykkur fyrir veitta aðstoð varðandi rannsókn á innbroti í vallarhús UMFN fyrr í vikunni. Ábendingar frá ykkur gerðu það að verkum að í gærkvöldi voru fjórir menn handteknir og fannst allt þýfið sem stolið var úr innbrotinu,“ segir Lögreglan á Suðurnesjum í Facebook færslu í dag. 

Lögregla deildi myndskeiði á Facebook þar sem mennirnir sjást sparka inn hurðinni aðfaranótt síðasta sunnudags.

Innbrotsþjófarnir stálu raftækjum úr húsinu meðal annars fartölvu, hátölurunum, myndvarpa og leikjatölvu.

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi