Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Fimm milljónir kórónuveirusmita á Indlandi

16.09.2020 - 06:00
epa08401178 Indian people wearing protective face masks after buying alcohol from a liquor shop after its reopening during the extended nationwide lockdown in New Delhi, India, 04 May 2020. The Indian government announced lockdown extension for two weeks till May 17 with new relaxation action plan for red, green zones but people still seeking clarity from local authorities as the third phase of the countrywide lockdown begins from this morning to stem the widespread of the SARS-CoV-2 coronavirus.  EPA-EFE/RAJAT GUPTA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Í dag fór heildarfjöldi greindra kórónuveirusmita á Indlandi yfir fimm milljónir.

Hvergi nema í Bandaríkjunum hafa fleiri greinst með Covid-19. Indverjar eru um 1,3 milljarðar. Þar í landi tók 167 daga að greina fyrstu milljón tilfellin en næsta milljón greindist aðeins á 21 degi. 

Tæpum mánuði eftir það varð Indland þriðja landið í heiminum til að fara yfir fjórar milljónir smita og fór fram úr Brasilíu í septemberbyrjun. Srásett dauðsföll á Indlandi eru nú rúmlega 82 þúsund. 

Ný tilfelli á Indlandi í dag eru 90 þúsund og 1290 létust af völdum veirunnar. Um milljón er skimuð á hverjum degi en margir heilbrigðissérfræðingar segja það hvergi nærri nóg.

Þeir óttast jafnframt að mun fleiri kunni að vera smituð og látin en opinberar tölur sýna. Indland er mjög þéttbýlt og víða er heilbrigðiskerfið veikburða og varla í stakk búið að takast á við heimsfaraldur kórónuveirunnar.

Stjórnvöld settu mjög harðar reglur um útgöngu- og samskiptabann í mars sem leiddu til þess að tugir milljóna urðu atvinnulaus á örskotsstundu. Fjöldi verkafólks yfirgaf þá stórborgirnar og hélt til heimbæja sinna. Sérfræðingar telja það geta skýrt útbreiðslu veirunnar að hluta.