Dönum ráðlagt að búa sér til „kórónuveiru-hjúp“

epa08617772 The last guests arrives before 11 pm at Ibiza Beach Bar, in Copenhagen, Denmark, August, 21 August 2020 (issued 22 August 2020). The government demand bars to keep its doors closed for new guests after 11 pm to be allowed to stay open until 2 am. for guests who are already inside.  EPA-EFE/Oafur Steinar Rye Gestsson  DENMARK OUT
Næturlífið hefur verið fjörugt í Kaupmannahöfn í sumar en nú verður fólk að skemmta sér í sinni „kórónuveirubólu“. Mynd: EPA - RÚV
Sóttvarnayfirvöld hafa beðið Dani um að búa sér til „kórónuveiru-hjúp“. Í honum eiga að vera 5 til 10 einstaklingar sem fólk ætlar að vera í miklum samskiptum við í haust. Börn eiga til að mynda að velja sér leikfélaga úr eigin bekk en ekki úr öðrum bekkjum í sama árangi. Aðgerðir hafa verið hertar á Kaupmannahafnarsvæðinu þar sem smitum hefur fjölgað mikið.

Meðal helstu aðgerða má nefna að veitinga-og skemmtistöðum verður lokað klukkan tíu á kvöldin. Vertar hafa lýst yfir áhyggjum af þessari aðgerð en stjórnvöld segja engan annan kost í stöðunni. Hætta sé á enn meiri útbreiðslu verði ekkert að gert.

Danir þekkja samkomutakmarkanir vel frá því í vor og því engar nýjar fréttir börum sé lokað snemma. Þeir hafa aftur á móti enga reynslu af hinum svokallaða„kórónuveiru-hjúp“ sem hefur verið reyndur á Englandi og Nýja Sjálandi. Og þekkist líka hjá atvinnumönum í íþróttum á meðan keppni stendur.

Í viðtali við DR segir Anders Fomsgaard hjá sóttvarnastofnun Danmerkur að þetta sé ekki flókið. „Fólk á að velja sér fimm til tíu sem það ætlar að vera í nánum tengslum við.“ Vinnufélagar séu þó undanskildir. „Enda gista þeir ekki heima hjá hver öðrum, allavega ekki í minni vinnu,“ segir Formsgaard.

Hann segir að fólkið sem sé í hjúpnum þurfi að sammælast um að það sé saman í honum. Þetta geti til að mynda verið tengdaforeldrar, bestu vinir barnanna og tengdabörn. Formsgaard leggur áherslu á að tölurnar séu ekki heilagar. „Það sem skiptir máli er að fólk á að forðast aðra hópa eins og við sjáum til dæmis þegar það fer út að skemmta sér.“

Slíkt getið myndað keðju af smitum sem sé einmitt aðalástæðan fyrir útbreiðslu veirunnar núna. 

Í viðtalinu við DR var einnig slegið á létta strengi og Formsgaard meðal annars spurður út í stefnumót sem fólk fer á með aðstoð Tinder. „Ef þú vilt hafa viðkomandi í þínum hjúp þá verður hann vera þar í haust og kannski næsta vor líka.“ Fólk verði því íhuga hvort stefnumótið sé þess virði eða hvort það sé bara einnar nætur gaman.

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi