Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Navalny laus úr öndunarvél

15.09.2020 - 10:34
epa07745693 (FILE) - Russian Opposition activist Alexei Navalny attends a rally in support of opposition candidates in the Moscow City Duma elections in downtown of Moscow, Russia, 20 July 2019 (reissued 28 July 2019). Reports citing Alexei Navalny's spokeswoman Kira Yarmysh state 28 July 2019 Navalny has been taken to a hospital from his detention early 28 July while suffering from a serious allergy attack.  EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY
Alexei Navalny. Mynd: EPA-EFE - EPA
Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny kveðst hafa losnað öndunarvél í gær og getað andað allan daginn án aðstoðar. Þetta kom fram í skilaboðum sem Navalny birti á Instagram í morgun, sem sýndi mynd af honum og fjölskyldu hans á Charité-sjúkrahúsinu í Berlín.

Þetta eru fyrstu skilaboðin sem berast frá Navalny á samfélagsmiðlum síðan hann veiktist hastarlega í síðasta mánuði og var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús í Síberíu. Hann var síðar fluttur til Berlínar til meðhöndlunar og þar staðhæfa læknar að eitrað hafi verið fyrir Navalny með efninu Novichok.