Kvöldfréttir: Jörð skelfur fyrir norðan

15.09.2020 - 18:46
Tveir jarðskjálftar, annar 4,6 að stærð, urðu úti fyrir Húsavík síðdegis í dag. Íbúi á Húsavík segir að skjálftinn hafi riðið yfir eins og sprenging. Kærunefnd útlendingamála hafnaði í dag frestun á brottvísun egypskrar fjölskyldu í fyrramálið. Fjöldi fólks mótmælti á meðan ríkisstjórnin fundaði og einnig á Austurvelli síðdegis.

Lögmaður hefur vísað máli ungrar konu sem lést úr krabbameini árið 2013 til landlæknis. Hann telur að mistök hafi verið gerð við greiningu sýna hjá Krabbameinsfélaginu í mörg ár. 

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny getur nú andað án öndunarvélar eftir að eitrað var fyrir honum. Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins segir að eitrunin hafi ekki verið neitt annað en morðtilraun.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi